Fótbolti

Stefán skoraði eitt og lagði upp annað

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Stefán Þórðarson skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-2 sigri Norrköping gegn Jönköpings Södra IF í dag. Stefán skoraði á 54. mínútu og kom liði sínu í 1-0. Hann lagði svo upp mark fyrir félaga sinn Bruno Santos á 64. mínútu og staðan var orðin 2-0.

Jönköpings Södra IF náði svo að jafna leikinn á 12 mínútum en Daniel Bamberg tryggði Norrköping sigur á 79. mínútu. Stefán var tekinn út af á 84. mínútu. Garðar B. Gunnlaugsson var einnig í byrjunarliði Norrköping en var tekinn út af á 74. mínútu.

Norrköping er að stinga af í næstefstu deild Svíþjóðar. Liðið er komið með 35 stig eftir 13 leiki og eru 12 stig í næsta lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×