Fótbolti

Eyjólfur skoraði fyrir GAIS

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Eyjólfur Héðinsson skoraði fyrir GAIS í 1-1 jafnteflisleik við Helsingborg í dag í efstu deild Svíþjóðar í dag. Jóhann Guðmundsson var einnig í byrjunarliði GAIS en var skipt út af í seinni hálfleik.

Eyjólfur kom GAIS yfir á 54. mínútu en Babis Stefanidis jafnaði fyrir Helsingborg tíu mínútum síðar. Eyjólfur fékk svo að líta gula spjaldið í uppbótartíma.

GAIS er nú í 9. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 10 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×