Innlent

Gríðarleg kjörsókn í fámennasta kjördæminu

Kjörsókn var gríðarlega góð á fámennasta kjörstað landsins í gær. Aðeins ein manneskja nýtti ekki atkvæðarétt sinn. Í Mjóafirði voru tuttugu og átta manns á kjörskrá og kusu þar 27. Stemningin með besta móti í Sólbrekku, enda boðið upp á pönnukökur, rjómatertu og fleiri veitingar.

Tveir skráðu sig í Mjóafjörð til þess eins að geta kosið í þessu litla kjördæmi. Þannig jókst fjöldi atkvæða um tæplega tíu prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×