Innlent

Tæplega 22 prósent strikuðu yfir Árna Johnsen

MYND/Vilhelm

Tæplega 22 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi strikuðu yfir nafn Árna Johnsen í kosningunum í gær. Samkvæmt reglum fyrir kjördæmið þarf tólf og hálft prósent kjósenda flokksins að strika frambjóðanda út svo hann falli niður um sæti.

Til að falla niður um annað sæti þarf sömu prósentutölu til viðbótar.

Árni er því á mörkunum að falla niður um tvö sæti, en héldi þó þingsæti miðað við það. Stuðningsmenn Árna gætu einnig hafa brugðist við þessu með því að breyta röðun á lista. Það kemur í ljós á næstu dögum.

Kjörstjórn í Reykjavík suður þar sem Björn Bjarnason er á lista, fundaði í dag. Talning á útstrikunum hefst þar í fyrramálið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×