Innlent

Opnað fyrir rafræna kjörskrá í Reykjavík

MYND/Pétur

Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi alþingiskosninga. Í skránni geta kjósendur aflað sér upplýsinga um ýmislegt í tengslum við kosningarnar.

Með því að slá inn kennitölu eða nafn og heimilisfang kjósanda er hægt að fá upplýsingar um hvoru kjördæmi kjósandi tilheyrir, á hvaða kjörstað hann á að kjósa og í hvaða kjördeild.

Sjá nánar rafræna kjörskrá hér.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×