Innlent

Stjórnarþingmenn fari með hálfsannleik í málefnum aldraðra

Formaður Landsambands eldri borgarara segir stjórnarþingmenn fara með hálfsannleik í málefnum aldraðra, rétt fyrir kosningar. Skattbyrði láglaunafólks hafi ekki minnkað og kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi ekki aukist um 60-75 % hjá eldri borgurum, eins og stjórnarþingmenn haldi fram.

Landsamband eldri borgara heldur því fram að stjórnmálamenn fari ítrekað rangt með tölur og staðreyndir sem viðkoma málefnum aldraðra í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna.

Formaður Landsambands eldri borgara er ósáttur við fullyrðingar ýmissa stjórnarþingmanna. Einar Árnason, hagfræðingur Landsambands eldri borgara, segir stjórnarþingmenn einkum ýkja staðreyndir er varða skattbyrði og kaupmátt ráðstöfunartekna. Þeir haldi því fram að skattbyrði láglaunafólks hafi minnkað síðasta áratug en Landsambandið telur þetta rangt og segir þvert á móti.

Annað atriði sem stjórnarþingmenn haldi fram að mati Landssambands eldri borgara er að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist um 60-75 prósent síðastliðinn áratug. Þetta telur Landsambandið rangt og segir hann einungis hafa aukist um 20 prósent hjá eldri borgurum.

 

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×