Innlent

Ólík sjónarmið um framtíð innanlandsflugvallar

Formaður flugvallarnefndar vonast til að skýrsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar verði kynnt í næstu viku. Ólík sjónarmið komu fram hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna í flugvallarmálinu á kosningafundi Stöðvar tvö í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Flugvallarnefnd undir formennsku Helga Hallgrímssonar, fyrrverandi vegamálastjóra, hefur í eitt og hálft ár tekið út helstu kosti um framtíðarskipan innanlandsflugsins.

Skýrsla nefndarinnar er í lokavinnslu en búist er við að niðurstöður hennar verði lagðar til grundvallar ákvörðun um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Flokkarnir hafa þegar mótað afstöðu að nokkru leyti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×