Viðskipti innlent

Samkeppni um athygli

Aflýst var óvænt í gær töluvert auglýstum fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir yfirskriftinni „Samkeppnishæft viðskiptaumhverfi eftir kosningar?" Stórkanónur stjórnmálanna áttu að sitja fyrir svörum á hádegisverðarfundi undir fundarstjórn Ólafs Ísleifssonar, lektors við viðskiptadeild Háskólans i Reykjavík.

Ekki var tiltekið hvers vegna aflýst var en samkvæmt heimildum blaðsins kann skýringin að liggja í áhugaleysi á fundinum. Spurningin er hvort um er að kenna áhugaleysi fólks á kosningunum og landsstjórninni, eða að núna hafi margir í viðskiptalífinu öðrum hnöppum að hneppa í miðri uppgjörshrinu fyrsta ársfjórðungs.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×