Innlent

Framsókn og Samfylking tapa fylgi í Suðurkjördæmi

Selfoss.
Selfoss. MYND/GVA

Framsóknarflokkurinn tapar einum þingmanni og Samfylkingin tveimur í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum.

Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðislflokkurinn 40,9 prósent atkvæði ef gengið yrði til kosninga nú. Samfylkingin fengi 24 prósent, Framsóknarflokkurinn 14,2 prósent, Vinstri grænir 13,7 prósent, Frjálslyndi flokkurinn 4,8 prósent og Íslandshreyfingin 2,2 prósent. Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja fengi 0,3 prósent.

Ef þetta yrðu niðurstöður kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig tveimur þingmönnum í kjördæminu og fá alls fimm. Samfylkingin fengi tvo og tapaði tveimur. Framsóknarflokkur fengi einn og tapaði einum og Vinstri grænir fengju einn en þeir fengu engan mann í síðustu kosningum.

Könnunin var gerð dagana 15. til 19. apríl síðastliðinn. Í úrtakinu voru 800 manns og var svarhlutfall 64,5 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×