Fótbolti

Fyrsti sigurinn í húsi hjá Sigurði Jónssyni

Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í sænska liðinu Djurgarden unnu fyrsta sigurinn undir hans stjórn í kvöld þegar liðið lagði Halmstad 2-0. Helsingborg lagði Gefle 3-1 þar sem Ólafur Ingi Skúlason kom inn sem varamaður hjá Helsingborg og markaskorarinn Henrik Larsson skoraði eitt mark.

Þá vann Malmö sigur á GAIS 1-0 þar sem Jóhann Guðmundsson var í byrjunarliði GAIS. Einn leikur var á dagskrá í norska boltanum í kvöld. Brann lagði Strömsgodset 3-1 þar sem Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason spiluðu allan leikinn hjá Brann. Liðið er í efsta sæti deildarinnar ásamt Lilleström þegar leiknar hafa verið tvær umferðir í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×