Innlent

Vill áframhaldandi umboð til að stýra ríkisstjórninni

MYND/Stöð 2

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni við fundarslit á landsfundi flokksins í dag að hann byði sig fram til að stýra ríkisstjórninni áfram og að hann væri sannfærður um að það myndi takast með stuðningi allra sjálfstæðismanna.

Geir, sem var endurkjörinn formaður með 95,8 prósentum atkvæða, sagði landsfund flokksins hafa verið kraftmikinn og benti á að 27 dagar væru til kosninga. Eins og varaformaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefði sagt væri mikið verk fram undan en sjálfstæðismenn hefðu mikið að byggja á.

Mikill árangur hefði náðst á síðustu árum. Búið hefði verið í haginn fyrir kraftmikið samfélag þar sem fólk vildi búa og sjálfstæðismenn væru vissir um það að besta leiðin til áframhaldandi krafts væri að treysta Sjálfstæðislflokknum fyrir stjórnvelinum.

Sjálfstæðismenn hefðu góð málefni að byggja á og það væri undir öllum sjálfstæðismönnum komið að koma þeim skilaboðum áleiðis til fólksins í landinu nú í aðdraganda kosninga.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×