Innlent

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í dag

Frá landsfundi sjálfstæðismanna í gær.
Frá landsfundi sjálfstæðismanna í gær. MYND/Stöð 2

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í dag klukkan tvö með ræðu formannsins. Ályktanir í sex málaflokkum voru afgreiddar í gær þar sem meðal annars kom fram að flokkurinn ætlar á næstu misserum að fella niður stimpilgjöld, lækka skatta einstaklinga og fyrirtækja og einfalda skattkerfið. Ályktanir annarra málefnahópa verða síðan afgreiddar fyrir klukkan eitt í dag. Kosningu miðstjórnar lýkur á hádegi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×