Innlent

Stjórnmáflokkarnir setja þak á auglýsingar

Stjórnmálaflokkarnir sem eiga sæti á Alþingi hafa gert með sér samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda kosninganna. Samkomulagið er afrakstur viðræðna milli flokkanna undanfarnar vikur.

Heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsinga í dagblöðum og ljósvakamiðlum má að hámarki ná 28 milljónum króna. Í yfirlýsingu segir að óháður aðili verði fenginn til að hafa eftirlit með framkvæmdinni.

Samkomulagið kemur í kjölfar laga sem samþykkt voru á Alþingi fyrir áramót og taka á fjármögnun stjórnmálaflokkanna. Þau stuðla að því að fjármál flokkanna verði opin og gagnsæ.

Nýja samkomulagið er það fyrsta sinnar tegundar síðan 1991 og er leið til að koma böndum a útgjöld vegna kosningabaráttunnar. Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar segir til dæmis, að samkomulagið leiði til allt að þriðjungs lækkunar útgjalda vegna auglýsingabirtinga hjá Samfylkingunni samanborið við síðustu þingkosningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×