Erlent

Bláber fyrirbyggja ristilkrabbamein

Getty Images

Bláber geta verkað fyrirbyggjandi á ristilkrabbamein. Þetta segja bandarískir vísindamenn. Berin innihalda náttúruleg andoxunarefni sem koma í veg fyrir að krabbamein þróist. Svipuð andoxunarefni finnast einnig í vínberjum. Vísindamennirnir, sem starfa við landbúnaðardeild Rutgers-háskóla í Bandaríkjunum segja jafnvel mögulegt að koma þessum andoxunarefnum fyrir í töflum. Þangað til mæla vísindamennirnir með því að fólk sé duglegra við að borða bláber.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×