Erlent

Sígarettureykur hefur mismunandi áhrif á kynþætti

Getty Images
Reykingar gætu valdið öðruvísi skaða á blökkumönnum en hvítum, niðurstöður bandarískrar rannsóknar benda til þess. Rannsóknin sem birt er í læknatímaritinu Chest tók til 220 barna með astma sem anda þurftu að sér sígarettureyk. Meira en helmingur barnanna voru blökkumenn. Rannsakendur mældu magn kótínín, sem er efni sem líkamin breytir nikótíni í. Það kom í ljós að svört börn sem önduðu að sér sígarettureyk mældust með mun hærra magn kótíníns en hvítu börnin í rannsókninni. Kótínín gefur vísbendingu um hversu vel líkamanum tekst að umbreyta nikótíni en er ekki skaðlegt í sjálfu sér. Rannsóknin bendir þó til þess að kynþættir bregðist mismunandi við áhrifum tóbaks. Rannsakendur komust ekki að þessu sinni til botns í því hvort sígarettureykur valdi ákveðnum kynþáttum meiri eða minni skaða en öðrum, en áhrifin eru vissulega mismunandi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×