Fótbolti

Hjartasjúklingur á leið til Start

Brasilíski knattspyrnumaðurinn, Ygor Maciel Santiago, verður samherji Skagamannsins Jóhannesar Harðarsonar hjá Start í Kristianssand. Sá brasilíski þarf að gangast undir læknisskoðun hjá norska félaginu áður.

Santiago er fyrrverandi fyrirliði Vasco da Gama og samkvæmt frétt í brasilíska blaðinu Globo gekkst leikmaðurinn undir hjartaaðgerð fyrir tveimur árum. Start borgaði 10 milljónir norskra króna fyrir hinn 22 ára Santiago eða 109 milljónir íslenskra króna.

Í netútgáfu norska sjónvarpsins í kvöld kemur að ekki hefði náðst í talsmenn norska liðsins. Leikmenn Start æfa þessa dagana á La Manga á Spáni og þangað á Brasilíumaðurinn að fara en ekki fyrr en eftir læknisskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×