Erlent

Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Kirkuk

MYND/AP

Sjálfsmorðsárásarmaður ók vörubíl hlöðnum sprengiefni inn í lögreglustöð í borginni Kirkuk í Írak í morgun og segja sjónarvottar að töluvert mannfall hafi orðið.

Lögregla segir nálægar byggingar einnig hafa skemmst í spreningunni en vill ekki tilgreina hversu margir hafi látist eða særst í árásinni. Ekki liggur heldur fyrir hver stóð á bak við árásina.

Kirkuk er í norðurhluta Íraks og þar er að finna einar gjöfulustu olíulindir Íraka. Bæði Kúdar, Tyrkir og sjíar og súnnítar búa í borginni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×