Viðskipti innlent

Augljós pilla?

Seðlabanki Íslands gerði mistök í svari til Þorvaldar Gylfasonar prófessors um vaxtamun bankanna. Þorvaldur fékk gögn um vexti verðtryggðra innlána í stað óverðtryggðra. Fyrir helgi birti bankinn tilkynningu um mistökin, en þar segir að bankinn hafi leiðrétt „þessa augljósu skekkju" við Þorvald og beðið hann afsökunar. Jafnframt er bent á að vaxtamun banka megi reikna með nokkrum aðferðum. „Ein er sú að reikna mun á vaxtatekjum og vaxtagjöldum banka sem hlutfall af niðurstöðutölu efnahagsreiknings. Þessi aðferð er gjarnan notuð við samanburð á vaxtamun milli landa [...] Önnur aðferð er sú sem Þorvaldur Gylfason notar og felst í því að velja inn- og útlánsflokka og bera saman vaxtakjör þeirra," segir bankinn og bætir við að sú aðferð sé „talsvert vandasöm".




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×