Fótbolti

Stefán með þrennu

Mynd/fréttablaðið

Stefán Gíslason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Lyn sem rótburstaði Brann 6-0 í gær. Brann situr á toppi deildarinnar en Lyn er komið upp í fimmta sæti. Stefán skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum en Indriði Sigurðsson lék einnig allan leikinn fyrir Lyn.

Kristján Örn Sigurðsson var í liði Brann og Ólafur Örn Bjarnason kom inn á fyrir Ármann Smára Björnsson á 39. mínútu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×