Viðskipti innlent

Varhugaverð Búlgaríublöð

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson

Þeir eru orðnir fáir hér á landi sem þora að lesa búlgörsku dagblöðin án þess að setja upp fyrirvaralesgleraugun. Ástæðan eru þær misvísandi og oft á tíðum beinlínis röngu fregnir sem blöðin fluttu af sölu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu (BTC), sem gekk í gegn í síðustu viku.

Í fyrsta lagi römbuðu blöðin ekki fyrr en rétt undir lok undirskriftar á kaupsamningi hver hugsanlegur kaupandi var auk þess sem fjárhæðirnar ruku til og frá eins og lauf í vindi. Fréttaflutningur sem þessi er náttúrlega óhæfa enda setur það mikla pressu á upplýsingafulltrúa fyrirtækja, sem þurfa að hringja trekk í trekk í fjölmiðla víða um heim og leiðrétta, oft að því er virðist skáldaðar fréttir, sem farið hafa óhindrað fram.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×