Viðskipti innlent

Flóir úr sekkjum Svarfdæla

Það er víða sem ofgnóttin knýr dyra í íslensku samfélagi. Sparisjóðirnir hafa ekki farið varhluta af góðu gengi á hlutabréfamarkaði. Þannig hafa sparisjóðir sem áttu hlut í Exista skilað gríðarlega góðri afkomu. Einn slíkur er Sparisjóður Svarfdæla sem hagnaðist um milljarð í fyrra sem er væntanlega heimsmet á haus ef horft er til mannfjölda á Dalvík og nágrenni. Sjóðurinn ætlar enda að snara út fyrir einu stykki menningarhúsi á staðnum. Það er eflaust kærkomið og auðvelt að fylla slíkt hús af lífi, enda sennilega óvíða jafn mikið af frambærilegu listafólki, miðað við hina víðfrægu höfðatölu, og í Svarfaðardal.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×