Lífið

Ekki slæmt að vera vinsælust

„Það er ekki slæmt að vera vinsælust. Takk kærlega fyrir að kjósa mig það. Takk," sagði tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í Borgarleikhúsinu í gærkvöld.

Lay Low hlaut þrenn verðlaun. Hún var valin Söngkona ársins og umslag fyrstu plötu hennar var valið það besta auk þess sem hún var kjörin vinsælasti flytjandinn í SMS-kosningu. Hljómsveitin Ghostigital hlaut tvenn verðlaun, fyrir lag og texta ársins, Not Clean, og Útflutningsverðlaun RVK Loftbrúar.

Bubbi Morthens var valinn söngvari árins, annað árið í röð, og Björgvin Halldórsson flytjandi ársins í flokki fjölbreyttrar tónlistar. Hljómplata ársins í flokki dægurtónlistar var Aparnir í Eden með Baggalúti, Skúli Sverrisson þótti eiga bestu plötu ársins, Seríu, í flokknum ýmis tónlist og Pétur Ben var verðlaunaður fyrir bestu plötuna í flokki rokks & jaðartónlistar. Fyrsta sólóplata Hafdísar Huldar var valin poppplata ársins.

Ólafur Gaukur hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna og Hannes Smárason og FL Group hlutu hvatningarverðlaun. Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari var valin Bjartasta vonin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×