Tónlist

Björk á Coachella

Björk mun spila á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu í apríl.
Björk mun spila á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu í apríl. MYND/Heiða

Björk Guðmundsdóttir mun spila á hinni árlegu tónlistarhátíð Coachella sem verður haldin í Kaliforníu dagana 27. til 29. apríl.

Á meðal annarra þekktra nafna á hátíðinni verða Rage Against the Machine, sem hefur legið í dvala undanfarin ár, The Red Hot Chili Peppers, The Arcade Fire, Happy Mondays, Willie Nelson, Interpol, The Good, The Bad and the Queen og Artic Monkeys.

Þetta vera fyrstu tónleikar Bjarkar í langan tíma en hún er um þessar mundir að leggja lokahönd á sína nýjustu plötu. Á meðal þeirra sem aðstoða hana á plötunni eru upptökustjórinn Timbaland, Antony úr hljómsveitinni Antony and the Johnsons, trommarinn Chris Corsano og Konono nr. 1. Auk þess semur Sjón einn texta á plötunni og er það fimmti textinn sem hann semur fyrir Björk.

Platan, sem hefur ekki enn fengið nafn, er væntanleg næsta vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×