Golf

Sjöland efstur - Birgir Leifur áfram

Birgir Leifur verður áfram í eldlínunni í Suður-Afríku um helgina
Birgir Leifur verður áfram í eldlínunni í Suður-Afríku um helgina Mynd/Eiríkur
Sænski kylfingurinn Patrik Sjöland er í efsta sæti á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku þegar tveimur fyrstu hringjunum er lokið. Sjöland er samtals á 12 höggum undir pari eftir að hann lék á 8 undir í dag. Birgir Leifur tryggði sér naumlega áframhaldandi keppni eftir góðan leik í dag. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu sem halda áfram í fyrramálið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×