Innlent

Frjálslyndir funda klukkan hálf sex

Staða Margrétar Sverrisdóttur verður rædd á fundinum í dag.
Staða Margrétar Sverrisdóttur verður rædd á fundinum í dag. MYND/Teitur

Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins verður haldinn á Kaffi Reykjavík klukkan hálf sex í dag. Á fundinum verður fjallað um deilur sem staðið hafa meðal leiðtoga leiðtoga flokksins og um stöðu Margrétar Sverrisdóttur framkvæmdastjóra flokksins.

Margrét hefur lýst því yfir að hún muni hugsanlega sækjast eftir varaformennsku og jafnvel formennsku á flokksþinginu í janúar. Fyrir fundinum liggja tillögur sérstakrar sáttanefndar en efni þeirra hefur ekki verið gert opinbert. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, býst við að fundurinn standi til klukkan átta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×