Körfubolti

Tap hjá Njarðvík og Keflavík

Friðrik Stefánsson var atkvæðamestur Njarðvíkinga í kvöld með 22 stig og 11 fráköst
Friðrik Stefánsson var atkvæðamestur Njarðvíkinga í kvöld með 22 stig og 11 fráköst Mynd/Valli

Körfuboltalið Njarðvíkur og Keflavíkur töpuðu bæði stórt í leikjum sínum í Evrópukeppninni í kvöld, en bæði lið mættu sterkum andstæðingum í Úkraínu. Njarðvík tapaði fyrir Cherkaski Mavpy 114-73 og Keflavík tapaði 93-78 fyrir Dnipro.

Friðrik Stefánsson var atkvæðamestur Njarðvíkinga í kvöld og skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst og Jeb Ivey skoraði 14 stig. Brenton Birmingham og Jóhann Árni Ólafsson fóru ekki með Njarðvíkingum út til Úkraínu.

Tim Ellis skoraði 25 stig fyrir Keflavík í tapinu gegn Dnipro og Thomas Soltau skoraði 19 stig, en lið Keflavíkur var án Arnars Jónssonar sem er á kafi í prófum um þessar mundir.

Keflvíkingar hafa aðeins unnið einn leik í Evrópukeppninni en Njarðvíkingar eru án sigurs í riðli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×