Erlent

Maliki telur írakskar sveitir tilbúnar um mitt ár

MYND/AP

Sérstök nefnd á vegum bandarískra stjórnvalda í málefnum Íraks leggur til að hluti af hersveitum Bandaríkjanna verði kallaður heim sem allra fyrst og að aukin völd verði færð í hendur írakskra öryggissveita án þess þó að tilgreina það frekar.

Niðurstöðum nefndarinnar, sem kynntar verða næstkomandi miðvikudag var lekið í bandaríska fjölmiðla og þar kemur enn fremur fram að vera bandarísks herliðs í Írak skapi vanda í landinu og við því sé brýnt að bregðast. Þá er enn fremur lagt til að Bandaríkjamenn leiti samstarfs við Sýrlendinga og Írana til þess að koma á ró á svæðinu.

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, ræddi í gær og fyrradag við Bush Bandaríkjaforseta um ástandið í Írak og sagði í samtali við fréttastofu ABC að írakskar sveitir yrðu tilbúnar að taka við stjórn öryggismála í landinu um mitt næsta ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×