Handbolti

Stjarnan upp í fjórða sæti

Stjarnan er komið upp í 4. sæti DHL-deildar karla í handbolta eftir góðan sigur á Fylki í Árbænum í dag, 27-24. Fram sigraði ÍR í Breiðholtinu, 40-29.

Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjum tímabilsins hefur lið Stjörnunnar heldur betur rétt úr kútnum og unnið síðustu þrjá leiki sína. Liðið er nú komið í fjórða sæti deildarinnar með sex stig, einu stigi meira en Fylkir. Konráð Olavsson var markahæstur liðsins í dag með átta mörk en Vladimir Duric skoraði átta mörk fyrir Fylki.

Íslandsmeistarar Fram voru í stuði gegn ÍR-ingum í dag og unnu viðureign liðanna með 11 marka mun, 40-29. Framarar eru í 6. sæti deildarinnar með 5 stig eftir fimm leiki en ÍR-ingar sitja einir á botninum - hafa aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×