Innlent

Andvirði heilsuverndarstöðvarinnar brennur upp í leigu á 10-15 árum

Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni.

Styrrinn sem staðið hefur um heilsuverndarstöðina síðan hún var seld fyrir ári er tvíþættur. Í fyrsta lagi voru starfsmenn ósáttir við að flytja í Mjóddina. Í öðru lagi kom í ljós nú fyrir um hálfum mánuði að Miðstöð mæðraverndar myndi hætta að sinna eftirliti með konum á áhættumeðgöngu við flutninginn. Á sama tíma og smiðir eru í óða önn upp í Mjódd að klára að innrétta húsnæðið fyrir áhættumeðgöngueftirlit eru kollegar þeirra á Landspítalanum að gera slíkt hið sama. Forstöðumaður heilsuverndar barna segir þetta ferli hafa verið glórulaust og sakar ráðamenn um embættisafglöp.

Heilsuverndarstöðin seldist á 980 milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun ríkið greiða um 70 milljónir króna í leigu fyrir húsnæðið í Mjóddinni og talið er að flutningurinn, ný húsgögn og tæki kosti á fimmta tug milljóna. Það þýðir að á þrettán til fjórtán árum verði ríkið búið að greiða allt söluandvirði hússins á Barónstígnum í leigu. Davíð Gunnarsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu segir mikinn vilja hafa verið innan ráðuneytisins að halda í húsið. Það hefði hins vegar kostað um 1100 milljónir króna fyrir ríkið að kaupa og gera nauðsynlegar lagfæringar.

 

 

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×