Innlent

Hæfileikakeppni grunnskóla haldin í 16. sinn

Atriði á Skrekk í fyrra.
Atriði á Skrekk í fyrra. MYND/ÍTR

Undanúrslitakvöld Skrekksins eru að hefjast. Kvöldin eru þrjú og verða haldin 13., 14. og 15. nóvember 2006 í Borgarleikhúsinu. Allir grunnskólarnir í Reykjavík hafa skráð sig til þátttöku að þessu sinni.

Búist er við feikna keppni þar sem æfingar hafa staðið yfir í grunnskólunum og jafnvel undankeppnir innan skólanna um hvaða atriði tekur þátt. Allir þátttakendur eru í 8.-10.bekk grunnskólanna og eru umsjónaraðilar í hverjum skóla.

Borgarleikhúsið tekur takmarkaðan fjölda gesta og verður miðasala alfarið í höndum félagsmiðstöðva ÍTR. Úrslitakvöldið verður síðan í Borgarleikhúsinu 21. nóvember og verður það sýnt í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Þar fá sigurvegarar keppninnar afhentar Skrekksstytturnar eftirsóttu.

Þetta er í 16. sinn sem keppnin er haldin og má því segja að þetta sé orðinn fastur liður í skólastarfi Reykjavíkur.

 

Keppniskvöldin: 13. nóv. 2006 14. nóv. 2006 15. nóv. 2006

Austurbæjarskóli Álftamýrarskóli Árbæjarskóli

Breiðholtsskóli Borgaskóli Engjaskóli

Háteigsskóli Foldaskólir Fellaskóli

Húsaskóli Hagaskóli Hamraskóli

Ingunnarskóli Hólabrekkuskóli Hlíðaskóli

Langholtsskóli Klébergsskóli Hvassaleitissk

Réttarholtsskóli Landakotsskóli Korpuskóli

Seljaskóli Laugalækjarskóli Rimaskóli

Víkurskóli Vogaskóli Ölduselsskóli



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×