Erlent

Demókratar að ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins

Jim Webb en margir Bandaríkjamenn fagna eflaust sigri hans.
Jim Webb en margir Bandaríkjamenn fagna eflaust sigri hans. MYND/AP

Búist er við því að repúblikaninn George Allen samþykki í dag að hann hafi tapað í kosningum, til öldungadeildar bandaríska þingsins, fyrir demókratanum Jim Webb. Ef þetta gengur eftir munu demókratar ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins í fyrsta sinn í tólf ár.

Buðu þeir sig fram í Virgíníuríki og aðeins munaði um 7.800 atkvæðum á frambjóðendunum tveimur þegar öll 2.3 milljón atkvæðin höfðu verið talin. Á tímabili leit út fyrir að þeir ætluðu sér báðir fyrir dómstóla með niðurstöðurnar ef annar hvor hefði lýst yfir sigri. Fregnir hafa þó borist af því að Allen ætli sér að viðurkenna ósigur sinn en hann heldur fréttamannafund klukkan þrjú að austurstrandartíma í dag, eða klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×