Erlent

Flóttamenn framtíðarinnar munu flýja sjóinn

Fólk gæti þurft að flýja strandsvæði víðsvegar um heim vegna hækkandi yfirborðs sjávar.
Fólk gæti þurft að flýja strandsvæði víðsvegar um heim vegna hækkandi yfirborðs sjávar. MYND/AP

Ef þær loftslagsbreytingar sem nú eru í gangi halda áfram að versna verða þjóðir heims verða að vera tilbúnar til þess að hjálpa milljónum "sjávarflóttamanna", en það er fólk sem þarf að flýja heimili sín vegna hækkandi yfirborðs sjávar.

Þýskir vísindamenn skýrðu frá þessu á Loftslagsráðstefu Sameinuðu þjóðanna sem er haldin í Næróbí í Kenía um þessar mundir.

Talið er að sjávarmál gæti risið um allt að 88 sentimetra fram til ársins 2100. Ástandið væri síðan enn verra þar sem hækkandi hitastig sjávar leiddi til verra veðurs og fleiri fellibylja á strandsvæðum. Annað atriði sem að færi oft fram hjá fólki væri líka sýrustig sjávar en hækkandi sýrustig gæti haft mikil og slæm áhrif á sjávarlífverur. Kóralrif, til að mynda, gætu öll verið horfin fyrir árið 2065.

Um 189 þjóðir eru nú í Næróbí í Kenía að ræða hvernig er hægt að lækka útblástur á koltvísýringi og þar með koma í veg, eða draga úr, áhrifum koltvísýrings í andrúmsloftinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×