Innlent

Stjórnvöld hugi alvarlega að þjónustu við erlent starfsfólk

MYND/Teitur

Samtök ferðaþjónustunnar segja erlent starfsfólk hafa verið mjög mikilvægt í þeim vexti sem verið hafi síðustu ár í greininni og hvetur stjórnvöld til að huga alvarlega að því að það fái tilhlýððilegar móttökur og þjónustu hér á landi.

Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn samtakanna í kjölfar umræðna í þjóðfélaginu síðustu daga. Þar segir einnig að skortur á vinnuafli um land allt hafi háð greininni lengi og því hafi fyrirtæki í ferðaþjónustu í vaxandi mæli leitað til annara landa eftir starfsfólki. Það sé þó ekki nýtt að útlendingar vinni í fyrirtækjum í ferðaþjónustu, það hafi verið þannig í fjöldamörg ár. Bent er á að samkvæmt upplýsingum frá Eflingu eru erlendir starfsmenn rúmlega fimmtungur starfsfólks á veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem herbergjaþjónusta á hótelum er að langmestu leyti í höndum útlendinga.

Erlent starfsfólk sé því ekki vandamál í ferðaþjónustunni heldur mikilvægur hlekkur í keðjunni. „Til þess að innflytjendur verði eðlilegur hluti af íslensku samfélagi og starfskraftar og menntun þeirra nýtist að fullu þarf að gera stórátak í íslenskukennslu og auka þekkingu þeirra á íslensku samfélagi," segir í ályktun SAF.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×