Innlent

Innflytjendur eru fólk, ekki vinnuafl

Innflytjendur eru fólk, ekki vinnuafl, og þeir eru sárir eftir neikvæða umræðu í þeirra garð síðustu daga. Þetta segir Amal Tamimi, fræðslufulltrúi Alþjóðahúss. Á sama tíma fagna frjálslyndir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að takmarka komu innflytjenda frá Búlgaríu og Rúmeníu til Íslands þegar löndin ganga í Evrópusambandið um næstu áramót.

Íslendingar eru að breytast úr verkamönnum í hámenntafólk og hér vantar þúsundir verkamanna til að vinna störf. Þetta sagði Amal Tamimi í þættinum Ísland í bítið í morgun. Hún sagði umræðu síðustu daga um múslíma vera ósanngjarna og til þess sprottna að ala á fordómum.

Í viðhorfskönnun hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni kemur fram að áttatíu og átta prósent eru sammála málflutningi Frjálslynda flokksins í málefnum innflytjenda. Flokkurinn fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar að Ísland nýti sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls frá Rúmeníu og Búlgaríu eftir áramót þegar löndin ganga í Evrópusambandið.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði umræðu um trúmál vera viðkvæma, en vildi ekki vera bendlaður við aðskilnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×