Innlent

Kostnaður Hafró vegna hrefnuveiða um 220 milljónir fram til þessa

MYND/AP

Kostnaður Hafrannsóknastofnunar vegna hrefnuveiða á síðustu þremur árum er um 140 milljónir og stefnir í að verða um 79 milljónir á þessu ári. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Vísindaveiðar á hrefnu hófust árið 2003 og síðan þá hafa verið veiddar 160 hrefnur. Mörður spurði einnig hve mikill hluti af kostnaði Hafró hefði farið í laun til áhafna á hvalveiðibátunum en í svari ráðherra kemur fram að kostnaður Félags hrefnuveiðimanna vegna launa áhafna sé ekki sundurliðaður í samningi félagsins og stjórnvalda.

Hins vegar er áætlað að sjávarútvegsráðuneytið og Hafró muni greiða um 94 milljónir króna á árunum 2003-2006 vegna samningsins við Félag hrefnuveiðimanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×