Innlent

Hætti við lendingu í Kaupmannahöfn

MYND/Haraldur Jónasson

Flugvél frá Iceland Express varð að hætta við lendingu í Kaupmannahöfn, í morgun, vegna þess að önnur flugvél var á brautinni sem hún var að lenda á.

Vélin var komin með hjólin niður og var í lokaaðflugi, þegar flugumferðarstjóri tilkynnti um hina vélina og bað Iceland Express að fara annan hring. Flugstjórinn tók þá hjólin upp, hækkaði flugið og flaug einn hring áður en lent var. Engin hætta var á ferðum og farþegarnir hinir rólegustu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×