Handbolti

Valur vann í Laugardalshöllinni

Valsmenn unnu öruggan og sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum Fram í DHL-deild karla, 30-25, en leiknum Í Laugardalshöllinni var að ljúka rétt í þessu. Valur endurheimti þar með efsta sæti deildarinnar en Framarar sitja áfram í næst neðsta sæti deildarinnar.

Valur er nú komið með átta stig eftir fimm leiki en Framarar hafa aðeins hlotið þrjú stig eftir fjóra leiki. Valsmenn mættu gríðarlega ákveðnir til leiks í Laugardalshöllinni í dag en að sama skapi var greinilegt að mikið leikjaálag að undanförnu sat í leikmönnum Fram. Valur náði undirtökunum strax í upphafi leiks og hélt þeim allt til flautað var til leiksloka.

Markús Máni Michaelsson var markahæstur hjá Val með átta mörk en hjá Fram var Jóhann Gunnar Einarsson langatkvæðamestur með 11 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×