Handbolti

HK skellti ÍR í Breiðholti

Eins og þessi mynd ber með sér var gríðarlega hart barist í Breiðholtinu í dag.
Eins og þessi mynd ber með sér var gríðarlega hart barist í Breiðholtinu í dag. Vísir.is/Daníel

HK endurheimti toppsæti DHL-deildar karla í handbolta í dag með því að vinna nauman útisigur á ÍR-ingum í Breiðholti, 21-22. HK er með sjö stig á toppi deildarinnar en Valsmenn, sem koma í öðru sæti með sex stig, mæta Fram á morgun.

Leikurinn í dag var í járnum allan tímann og mikil spenna allt til loka. HK-ingar reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum en ÍR-ingum mistókst að jafna metin í síðustu sókn sinni þegar nokkrar sekúndur voru eftir.

Valdimar Þórsson skoraði fimm mörk og var markahæstur gestanna en hjá heimamönnum var það Linas Kalasauskas sem skoraði mest, eða alls níu mörk. Annars voru það markverðirnir sem voru í aðalhlutverki í leiknum í Austurberginu áðan, en Lárus Ólafsson í marki ÍR varði 22 skot og Egidijus Petkevicius varði 20 skot fyrir HK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×