Fótbolti

Brann lagði Odd Grenland

Síðasti leikurinn í 22. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í kvöld. Íslendingalið Brann vann þar 1-0 sigur á Odd Grenland og þar spilaði FH-ingurinn Ármann Smári Björnsson sinn fyrsta leik fyrir norska félagið. Hann spilaði allar 90 mínúturnar líkt og Ólafur Örn Bjarnason, en Kristján Sigurðsson var í leikbanni að þessu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×