Fótbolti

Rosenborg í efsta sætinu

Rosenborg jók forskot sitt á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Íslendingaliði Lyn 2-1. Stefán Gíslason og Indriði Sigðurðsson voru báðir í byrjunarliði Lyn í dag.

Árni Gautur Arason var að venju í marki Valerenga þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Ham Kam, Marel Baldvinsson var í byrjunarliði Molde sem tapaði 3-2 fyrir Start og Veigar Páll Gunnarsson var ekki á skotskónum þegar lið hans Stabæk gerði 2-2 jafntefli við Lilleström.

Rosenborg er sem fyrr sagði á toppi deildarinnar með 45 stig, en Brann er í öðru sæti með 40 stig og á leik til góða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×