Fótbolti

Hertha á toppinn

Þýski landsliðsmaðurinn Arne Friedrich fagnar hér marki sínu gegn Stuttgart í dag
Þýski landsliðsmaðurinn Arne Friedrich fagnar hér marki sínu gegn Stuttgart í dag NordicPhotos/GettyImages

Hertha frá Berlín skellti sér í dag á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þrátt fyrir að liðið sé aðeins búið að vinna tvo af sex fyrstu leikjum sínum á tímabilnu. Eftir fyrstu sex umferðirnar eru nú sex lið efst og jöfn með tíu stig, en markatala Hertha er best eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Stuttgart í dag.

Schalke missti af tækifæri sínu til að komast á toppinn í hinum leik dagsins í úrvalsdeildinni þegar liðið steinlá 3-1 fyrir Leverkusen eftir að hafa komist 1-0 yfir í leiknum.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar sem mótið byrjar svo jafnt, en til gamans má geta að á sama tíma í fyrra höfðu meistarar Bayern þegar náð 12 stiga forskoti á liðið sem var þá í sjötta sæti þegar leiknar höfðu verið sex umferðir.

Bayern tapaði óvænt 1-0 fyrir botnliði Wolfsburg í gær og svo virðist sem þýska úrvalsdeildin ætli að verða öllu jafnari í ár en verið hefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×