Golf

Woods enn í forystu

Tiger Woods er í algjörum sérflokki á heimsmótinu í golfi
Tiger Woods er í algjörum sérflokki á heimsmótinu í golfi NordicPhotos/GettyImages

Tiger Woods hefur enn örugga forystu á heimsmótinu í golfi sem fram fer á Englandi, en Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi hefur nú sex högga forystu á næsta mann fyrir lokadag mótsins á morgun. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá lokadeginum eftir hádegi á morgun.

Woods lauk keppni á 4 höggum undir pari í dag og er því samtals á 19 höggum undir pari vallarins. Næstur kemur Adam Scott frá Ástralíu, en hann er á 13 höggum undir pari - einu höggi á undan Bandaríkjamönnunum Jim Furyk og Brett Quigley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×