Golf

Evrópumenn leiða 7.5 - 4.5

Tiger Woods óskar Darren Clarke til hamingju með sigurinn í rigningunni í morgun.
Tiger Woods óskar Darren Clarke til hamingju með sigurinn í rigningunni í morgun.

Evrópumenn leiða með þriggja vinninga mun gegn Bandaríkjamönnum í Ryder bikarnum í golfi. Staðan er Evrópa sjö og hálfur Bandaríkin fjórir og hálfur.

Það var lagleg vippa frá Darren Clarke sem tryggði honum og Lee Westwood sigur gegn Tiger Woods og Jim Furyk í morgun.

Sergio Garcia sem er í banastuði er enn ósigraður eftir að hafa lagt Chris DiMarco og Phil Mickelson með landa sínum Jose Maria Olazabal.

Það eru ekki Tiger Woods og Phil Mickelson sem eru að hala inn vinningana fyrir Bandaríkjamenn heldur Zach Johnson. Hann og Scott Verplank lögðu Padraig Harrington og Henrik Stenson.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×