Fótbolti

Stefán fór á kostum hjá Lyn

Stefán Gíslason var hetja Lyn í kvöld
Stefán Gíslason var hetja Lyn í kvöld mynd/pjetur
Stefán Gíslason var hetja Lyn í kvöld þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lilleström á heimavelli sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Stefán skoraði tvö marka Lyn og það síðara var jöfnunarmark liðsins í uppbótartíma. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn, en leikmenn Lilleström voru manni færri allan síðari hálfleikinn og komust raunar í 3-1 í leiknum áður en Stefán tók til sinna ráða í lokin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×