Fótbolti

Bayern að undirbúa tilboð?

Ruud Van Nistelrooy
Ruud Van Nistelrooy NordicPhotos/GettyImages

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa enn ekki sagt sitt síðasta orð í máli Ruud Van Nistelrooy og nú berast þær fregnir frá Englandi að Bayern hafi í hyggju að bjóða enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves auk peningaupphæðar til að landa hollenska framherjanum.

Manchester United hefur farið fram á 15 milljónir punda fyrir leikmanninn, en talið er að Bayern vilji ekki bjóða hærra en 12 milljónir líkt og sagan segir að Real Madrid hafi gert á dögunum. United neitaði tilboði spænska liðsins, en ljóst er að Bayern hefur mikinn áhuga á að fá Nistelrooy í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×