Innlent

Fjárfestingar Íslendinga erlendis litlu minni en Dana

Fjárfestingar Íslendinga erlendis var litlu minni en fjárfestingar nágranna okkar Dana í fyrra þrátt fyrir að hagkerfi þeirra sé um það bil fimmtán sinnum stærra.

Alls námu fjárfestingar Íslendinga erlendis 439 milljörðum króna á síðasta ári og hafa þær aldrei verið meiri. Þetta um tvöföld upphæð fjárfestinga frá árinu áður og fimmtánföld upphæð ársins 2003.

Auk þess má rifja upp á Ísland var í 16. sæti af aðlidarríkjum efnahags- og framfarastofunnarinnar, OECD þegar kom að beinum fjárfestingum. Sem dæmi um hve mikil þessi umsvif þessi voru má nefna að beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis voru meiri en Norðmanna og Finna. Það segja Glitnismenn í raun ótrúlegt þegar litið er til þess að Ísland er lang fámennast þessara ríkja.

Þessar miklu beinu fjárfestingar erlendis skýrast mest af sókn íslenskra fjármálafyrirtækja á erlendum mörkuðum svo sem kaup Actavis á Amide og Alpharma, Kaupþings á Singer og Fridlander og Bakkavarar á Geest.

Það er því von að margir spyrji sig að því hvaðan allir þessir peningar koma. Jón Bjarki Bentsson sérfræðingur frá greiningardeild Glitnis segir skýringuna vera aukin erlend lán Íslendinga. Skuldasöfnunin komi svo fram í því að reynt hafi á lánshæfni íslenskra kaupahéðna og því hafi þessi þróun dregist saman.

Í mars á þessu ári dró Den Danske Bank upp mjög dökka mynd af íslensku efnahagslífi. Þeirri gagnrýni vísuðu Glitsmenn þó mikið til á bug og lögðu ríka áherslu á að þó spáð væri samdrætti væri ekkert sem benti til kreppu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×