Innlent

Ópólitískur upplýsingafulltrúi

Mynd/Teitur
Guðmundur Hörður Guðmundsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins. Guðmundur hefur starfað í fréttamennsku, bæði á Rúv og Fréttablaðinu auk þess sem hann hefur numið umhverfisfræði í Edinborgarháskóla. Guðmundur Hörður var fyrir nokkrum árum áberandi í starfi ungs Samfylkingarfólks og sat í nefndum fyrir flokkinn en sagði fyrir margt löngu skilið við pólitíkina þegar hann hóf störf hjá fjölmiðlum. Hann segir umhverfismál eiga nú hug hans allan og ráðning hans sem upplýsingafulltrúa Umhverfisráðuneytisins sýni að starfað sé á faglegum en ekki pólitískum nótum hjá ráðuneytinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×