Innlent

Umskornir karlmenn smitast síður af kynsjúkdómum

Minni líkur eru á að umskornir karlmenn smitist af HIV veirunni og fái aðra kynsjúkdóma en karlmenn sem ekki eru umskornir. Sóttvarnarlæknir hvetur þó ekki íslenska karlmenn til að fara í slíka aðgerð.

Í nýlegri rannsókn sem alþjóðlegir vísindamenn gerðu voru bornar saman upplýsingar um tíðni HIV smits meðal umskorinna karlmanna í Afríku og þeirra sem ekki eru umskornir og leiddu niðurstöðurnar í ljós að tíðni var lægri hjá þeim karlmönnum sem eru umskornir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ástæða þessa sé líklega sú að veiran eigi auðveldara með að berast í menn í gegnum forhúð þeirra. Þ

Hann segir þó varasamt að yfirfæra niðurstöðurnar yfir á önnur samfélög þar sem til að mynda hreinlætisvenjur séu ólíkar eftir samfélagsmynstrum.

Rannsóknir hafa enn fremur leitt í ljós að tíðni annarra kynsjúkdóma er lægri hjá umskornum karlmönnum en þeim sem ekki eru umskornir. Þórólfur telur þó ekki ástæðu til að íslenskir karlmenn láti umskera sig vegna þessa heldur gæti almenns hreinslætis og noti verjur við kynmök.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×