Innlent

Aukin þjónusta í Leifsstöð

Mynd/Teitur Jónasson

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur nú komið sér upp þráðlausu neti í byggingunni. Fyrst um sinn verður einungis boðið upp á þráðlaust net í suðurbyggingu flugstöðvarinnar en stefnt er að því að þráðlaust net verði aðgengilegt á öllum helstu stöðum í byggingunni í nánustu framtíð.

Ný 10-11 verslun hefur einnig verið opnuð verið opnuð, í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Verslunin var opnuð 6. júlí og er svipuð öðrum verslunum 10-11 nema nokkru minni og er ætlað að auka þjónustu við þá sem leið eiga um flugstöðina. Kaffibar er í versluninni og getur fólk þar gætt sér á kaffi og öðrum veitingum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×