Innlent

Engin sjúkraflugvél í Eyjum

Starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja gripu enn í tómt í fyrradag, þegar þeir hugðust senda sjúkling með sjúkraflugvél til Reykjavíkur til innlangar á Landspítalann. Vélin reyndist þá vera í Reykjavík í leiguflugi. Þegar hún kom svo til Eyja var hún full af farþegum og þurfti að taka úr henni sæti áður en sjúklingurinn var fluttur um borð. Að sögn vefsins Suðurland.is á vélin alltaf að vera í Eyjum, samkvæmt samningi heilbrigðisyfirvalda við flugfélagið.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×